Skilmálar

Almennir skilmálar:
Öll uppgefin verð eru með VSK. Alltfalt.is áskilur sér rétt til að geta hætt við pantanir t.d. ef vara er uppseld, vegna innsláttar- eða skráningarvilla o.þ.h. Komi upp galli í vöru fæst hún að sjálfsögðu bætt í samræmi við gildandi lög.

Afhending:
Alltfalt.is notar Íslandspóst við dreifingu vöru. Sendingarkostnaður er nálgaður út frá gjaldskrá Íslandspósts og kemur fram þegar gengið er frá pöntun (e.Checkout), nema ef viðskiptavinur óskar eftir póstkröfu (Íslandspóstur rukkar póstkröfukostnað sér). Viðskiptavinur getur einnig sparað sér sendingarkostnað og sótt vöruna til okkar á Álfhólsveg 27, Kópavogi.

Skilafrestur:
Samkomulag,

Skilmálar

  1. Lög um varnarþing.:  Um þjónustuviðskipti gilda skilmálar sem skilgreindir eru í lögum um húsgöngu- og fjarsölusamninga nr. 46/2000 og lög um þjónustukaup nr. 42/2000.
  2. Trúnaður.:  Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar frá kaupanda verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.
  3. Notkun á persónuupplýsingum: Alltfalt.is safnar engum persónuupplýsingum umfram vefkökum (e.cookies) til að halda utan um körfu viðskiptavinar við pöntun, netfang og símanúmer til að geta haft samband vegna pöntunar o.þ.h. alltfalt.is afhendir að sjálfsögðu ekki neinar persónuupplýsingar til þriðja aðila.